- 10 stk.
- 10.11.2022
Reyniviður telst til innlendra trjátegunda á Íslandi en hann þarf frjósamari jarðveg en víðast hvar er að finna í íslenskum úthaga til að vaxa vel. Því þakkar hann vel fyrir sig ef hann fær að vaxa í frjósömum jarðvegi. Reyniviður fer snemma að blómstra, gjarnan um tíu ára aldur, en þar með dregur úr vexti hans því blóm á greinaendum taka fyrir vöxt úr viðkomandi sprota. Vaxtarþrótturinn geldur fyrir orkuna sem fer í að þroska blóm og aldin. Jafnframt ýtir blómgunin undir að greinar skipti sér og tréð þéttist.